Dúx FG á miðönn 2019-2020, Sylvía Sara Ólafsdóttir, var með 9.4 í meðaleinkunn.
Brautskráning á miðönn 2019-2020 fór fram í FG þann 28.febrúar. Þá brautskráðist einn minnsti hópur í sögu FG (28 nemendur), en fjörið á útskriftinni var þeim mun meira. Þetta var önnur brautskráningin í hinu nýja 3ja anna kerfi og fyrsta "miðannarútskriftin". Dúx að þessu sinni var Sylvía Sara Ólafsdóttir, af Nátturfræðabraut og var meðaleinkunn hennar 9.4.
Haukur Guðnason af Listnámsbraut flutti ávarp nýstúdents, sem vakti gríðarlega lukku. Einnig voru flutt atriði úr nýju leikriti, Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem frumsýnt verður þann 6.mars næstkomandi, en það er leikfélag FG, Verðandi, sem sýnir.