Fréttir

Próftaflan haust 2019

Próftafla fyrir haustönn 2019 er komin.
Lesa meira

Yfirvofandi loftslagsverkfall

Óhætt er að segja að loftslagsmálin séu mál málanna um þessar mundir í allri umræðu í samfélaginu og á heimsvísu. Margir hafa af þessu miklar áhyggjur, en sumir ekki. Unga fólkið tekur þessu mjög alvarlega og er það mjög skiljanlegt. Á síðustu önn var blásið til svokallaðra föstudagsmótmæla á Austurvelli og víðar um landið og voru það ungir nemendur sem báru þau uppi. Nú eru frekari mótmæli að hefjast, nánar tiltekið næsta föstudag 20.september. Á fésbókinni má finna dagskrá mótmælanna.
Lesa meira

Upphitun fyrir ballið á miðvikudaginn

Það glumdi í skólanum í hádeginu mánudaginn 16.september, en þá mætti dúettinn eða tvíeykið "Kebabibois" og skemmti nemendum. Halda mætti að þeir hafi drukkið heilt bretti af orkudrykkjum fyrir atriðið - slík var keyrslan! En þetta fór bara vel ofan í viðstadda.
Lesa meira

Árlegt haustgrill tókst vel

Hið árlega haustgrill NFFG fór fram þann 13.september (sem var föstudagur!!) og gekk það stórslysalaust fyrir sig. Að sögn Kjartans Matthíasar (sem er eiginlega grillnefndin) runnu nokkur hundruð pylsur og tilheyrandi meðlæti með, niður í nemendur FG. Næsti atburður í félagslífinu er haustballið/busaballið, sem fram fer næstkomandi miðvikudag 18.september og þá taka nemendur væntanlega fram dansskóna.
Lesa meira

Göngum vel um skólann

Það er stundum sagt; ,,umgengni lýsir innri manni." Það er afar mikilvægt að við göngum vel um skólann okkar, en hér starfa yfir 700 manns á hverjum degi! Víða um skólann eru fyrirtaks ruslafötur, sem hreinlega þyrstir í rusl. Endilega verum dugleg og fyllum þær af rusli, en ekki borðin, stóla, ganga skólans, eða álíka. Við viljum hafa FG fínan ekki satt?
Lesa meira

Á allra vörum: Blær Hinriksson úr FG í aðalhlutverki

Fyrir skömmu var átaki í vímuefnavörnum; Á ALLRA VÖRUM - VAKNAÐU hleypt af stað með kynningarherferð. Í myndbandinu og auglýsingum sem keyrðar hafa verið, er einmitt nemandi úr FG í aðalhlutverki, en það er Blær Hinriksson. Allt of margir ungir einstaklingar láta lífið á hverju ári af völdum vímuefnaneyslu, en árið 2018 létust alls 39 einstaklingar af völdum fíkniefna á Íslandi (Heimild: http://www.aallravorum.is/Frettir/) Hægt er að leggja málefninu lið með því að hringja í 900 númer söfnunarinnar: 907-1502 fyrir kr. 2000 907-1504 fyrir kr. 4000 907-1506 fyrir kr. 6000 907-1508 fyrir kr. 8000 907-1510 fyrir kr. 10.000 Eða millifæra frjáls framlög inná reikning 537 26 55555, kennitala: 510608-1350
Lesa meira

Félagslífið fer í gang: Open Mic og Morfís

Félagslíf NFFG rúllar nú í gang, en það er bæði eðlilegur og nauðsynlegur hluti af skólastarfinu. Tveir atburðir eru á næstunni; þann 28.ágúst verða prufur fyrir Morfís, sem er mælsku og ræðukeppni framhaldsskólanna og tveimur dögum síðar verður leikfélag skólans, Verðandi, með það sem kallað er Open Mic, þar sem fólki gefst í raun tækifæri á því að koma sér á framfæri. Tökum þátt og verum með - NFFG þarfnast þín!
Lesa meira

Skráningu í fjarnám á haustönn 2019 lokið.

Opnað verður fyrir skráningar á miðönn 28.október.
Lesa meira

Upphaf haustannar 2019

Opnað verður fyrir stundatöflur fimmtudaginn 15. ágúst kl. 10:00 Töflubreytingar verða sem hér segir:
Lesa meira

Skólaárið 2019-2020 fyrsta skólaárið í FG með þriggja anna kerfi

Skólaárið 2019-2020 verður fyrsta skólaárið í FG með þriggja anna kerfi og gert er ráð fyrir að nemendur séu almennt með fartölvu eða spjaldtölvu í skólanum. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU fimmtudaginn 15. ágúst.
Lesa meira