19.09.2023
Mánudaginn 18. september fóru nokkrir hressir nemendur FG í dagsferð í dásemdarveðri á Njáluslóðir með Ingibjörgu íslenskukennara.
Farið var að Þingvöllum og gengið niður Almannagjá þar sem nemendur gátu séð fyrir þinghald á tímum Njálu.
Síðan var haldið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og m.a. fleyg orð Gunnars rifjuð upp: ,,Fögur er hlíðin…og mun ég fara hvergi.”
Að lokum gæddu nemendur sér á ljúffengu nesti áður en haldið var heim á leið, allir saddir og sælir.
Lesa meira
16.09.2023
Hinseginfélag FG hélt ,,Super-smash-bros-mót“ (spila og spjallkvöld) í Urðarbrunni miðvikudaginn 13.september síðastliðinn og var mæting ágæt. Pantaðar voru pizzur og nammi var á borðum. Síðan voru spilaðir tölvuleikir á stóra tjaldi Urðarbrunns, sem í raun er álíka stórt og sumir af minni bíósölum borgarinnar.
Öll eru velkomin í Hinseginfélag FG og er starfsemi félaga sem þessara nauðsynleg á þeim tímum sem við lifum á, en merkjanlegt bakslag er í umræðunni um ýmsa minnihlutahópa. Virðist vera sem fordómar og jafnvel hatur gegn þeim þrífist víða í samfélaginu. Umburðarlyndi virðist eiga undir högg að sækja.
FG er hins vegar skóli sem styður við og talar fyrir fjölbreytileika og er með jafnréttisstefnu með ákveðnum markmiðum í þeim efnum.
Hægt er að hafa samband við Hinseginfélagið til dæmis í gegnum Instagram.
Lesa meira