Um gera að næla sér í miða á árshátíð NFFG.
Vorin eru ávallt spennandi tími í FG og vorið 2024 er engin undantekning frá því. Í næstu viku brestur á með Imbrudögum og þar ber auðvitað hæst árshátíð NFFG og frumsýningu á hinum víðfræga söngeik ,,Gæjar og píur“ (Guys and Dolls) í leikstjórn Þórunnar Lárusdóttur, en frumsýning á leikritinu verður föstudaginn 16.mars.
Árshátíð nemenda fer svo fram fram fimmtudaginn 14.mars og þar er mikið í lagt. Aðalstjörnur hennar verða tveir helstu ,,dúddar“ landsins, þeir Auddi Blö og Steindi. Þeir verða kynnar, en munu einnig sjá um stuðið á ballinu, sem fer fram í Gamla bíói, að loknum hátíðarkvöldverði í FG.
Hefst Imbran næstkomandi miðvikudag og er því þriðjudagur síðasti kennsludagurinn í næstu viku. Frí er svo í skólanum föstudaginn eftir árshátíð (,,svefndagur“).