Lið FG í Gettu betur: Patrik Dagur Sigurðsson, Aron Unnarsson og Brynja Sævarsdóttir. Áfram FG!
Lið FG er komið í sjónvarpskeppni Gettu betur. Þetta varð ljóst miðvikudaginn 17.janúar síðastliðinn þegar liðið mætti Flensborg á Rás 2. Þeirri viðureign lauk með sigri FG, sem fékk 21 stig, en Flensborg fékk 15.
Lið FG skipa þau Patrik Dagur Sigurðsson, Aron Unnarsson og Brynja Sævarsdóttir. Þau geta því farið að undurbúa sig fyrir stóra slaginn, ,,sjónvarpsslaginn“ – þegar keppnin fer yfir í sjónvarp, á aðalrás RÚV. Lið FG hefur æft stíft að undanförnu og verður væntanlega engin breyting á því.
Það kemur svo í ljós eftir nokkrar vikur hvaða skóli hampar Hljóðnemanum í ár. Sigursælasta lið keppninnar er Menntaskólinn í Reykjavík, sem hefur unnið alls 24 sinnum frá árinu 1986, þegar keppni fór fram í fyrsta skipti. FG vann Gettu betur árið 2018 og varð í öðru sæti árið 2022. Koma svo FG!