Fréttir

Hittingur hjá Hinseginfélagi FG

Hinseginfélag FG hélt ,,Super-smash-bros-mót“ (spila og spjallkvöld) í Urðarbrunni miðvikudaginn 13.september síðastliðinn og var mæting ágæt. Pantaðar voru pizzur og nammi var á borðum. Síðan voru spilaðir tölvuleikir á stóra tjaldi Urðarbrunns, sem í raun er álíka stórt og sumir af minni bíósölum borgarinnar. Öll eru velkomin í Hinseginfélag FG og er starfsemi félaga sem þessara nauðsynleg á þeim tímum sem við lifum á, en merkjanlegt bakslag er í umræðunni um ýmsa minnihlutahópa. Virðist vera sem fordómar og jafnvel hatur gegn þeim þrífist víða í samfélaginu. Umburðarlyndi virðist eiga undir högg að sækja. FG er hins vegar skóli sem styður við og talar fyrir fjölbreytileika og er með jafnréttisstefnu með ákveðnum markmiðum í þeim efnum. Hægt er að hafa samband við Hinseginfélagið til dæmis í gegnum Instagram.
Lesa meira

Haustönn 2023 rúllar af stað - fyrsta ballið

Skólastarf í FG á haustönn 2023 hófst formlega með hraðtöflu mánudaginn 21.ágúst. Undanfarna daga hafa nýnemar verið í sérstakri dagskrá vegna komu þeirra í skólann, sem er smekkflullur. Kennt verður nánast allstaðar þar sem hægt er að kenna. Sá nemendafélag NFFG meðal annars um sérstaka dagskrá, grill,leiki og hvaðeina fyrir nýnemana. En það hefur líka verið starfað í fleiri félögum frá FG að undanförnu og meðal annars tók Hinseginfélag FG þátt í Gleðigöngunni á Hinsegin dögum laugardagin 12. ágúst síðastliðinn. Hinseginfélagið í FG var stofnað í árslok 2019. Innan veggja FG er virk Jafnréttisáætlun, sem einnig felur í í sér Hinsegináætlun, en um þetta tvennt má lesa hér.
Lesa meira

Sæmd gullmerki FG

Við brautskráningu þann 27.maí síðastliðinn voru þrír starfsmenn Fjölbrautaskólans í Garðabæ kvaddir og sæmdir gullmerki skólans fyrir vel unnin störf. Guðmundur Ásgeir Eiríksson, tækni og netstjóri hóf störf árið 2000 og sá um tölvu og tæknimál á breiðum grundvelli. Ingibjörg Ólafsdóttir hóf kennslustörf árið 2001 og kenndi fatahönnun og textílgreinar í Myndlistadeild skólans. Snjólaug Elín Bjarnadóttir hóf störf við skólann árið 1987 og er hún með lengsta starfsferil skólans, en skólinn hóf starfsemi árið 1984. Snjólaug gegndi ýmsum störfum, bæði sem kennari, deildarstjóri, stallari og áfangastjóri. Síðustu árin hefur Snjólaug verið aðstoðarskólameistari við hlið Kristins Þorsteinssonar. Færir skólinn þeim góðar þakkir fyrir störf í þágu skólans og er þeim óskað velfarnaðar.
Lesa meira