Jöfnunarstyrkur

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir Jöfnunarstyrk þann 1. september n.k. vegna námsársins 2023-2024.

Nemendur sækja um á http://www.menntasjodur.is/ undir Mitt lán með rafrænum skilríkjum. Þeir nemendur sem ætla að stunda nám á en fleiri önnum en haustönn, eru hvattir til að sækja um allar annir í einu.

Ekki eru veittir styrkir fyrir fjarnámi.

Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk:

Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla, sjá töflu um skilgreiningar á nágrenni skóla á heimasíðu sjóðsins. Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.

Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.

Nemendur verða að taka próf í 15 einingum.

Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum getur þú sent fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is.

Kær kveðja

Menntasjóður námsmanna