Reglur um nemendaferðir á vegum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
- Nemendaferðir, sem skipulagðar eru á vegum skólans, eru á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og fararstjóra.
- Skólameistari ræður fararstjóra í nemendaferðir.
- Skipulögð ferðaáætlun og dagskrá skal liggja fyrir áður en skólameistari veitir leyfi fyrir ferðinni.
- Fararstjóri skal ganga úr skugga um að samið sé við viðurkennda aðila þegar bókuð er gisting og eða rútuferð.
- Forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri skulu veita skriflegt leyfi vegna ferðar.
- Nemendaferðir eru eingöngu fyrir skráða nemendur skólans. Ekki er heimilt að taka með sér gesti utan skólans.
- Nemendaferðir eru eingöngu auglýstar í FG.
- Nemendum ber að hlíta fyrirmælum fararstjóra.
- Ákvæði um nemendaferðir í skólareglum FG gilda (sbr. 6 gr.).
- Fararstjóri getur sent nemendur heim á þeirra kostnað ef um alvarleg brot er að ræða.
- Nemendur skulu greiða sinn hlut ferðarinnar áður en lagt er af stað í ferðina.
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 5.01.2022