Reglur um skóladansleiki

Reglur um skóladansleiki á vegum Fjölbrautaskólans í Garðabæ

  • Skóladansleikir eru haldnir á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og skólaráðs.

  • Skóladansleikir eru auglýstir í FG og á samfélagsmiðlum. 
  • Aðgöngumiðar skulu númeraðir og skráð hverjir kaupa miða og fyrir hvern. Lista með nöfnum gesta með kennitölum þeirra og símanúmerum skal skila til félagsmála- eða forvarnafulltrúa áður en dansleikur hefst. 
  • Nemendur í NFFG mega bjóða að hámarki með sér tveimur gestum sem ekki eru nemendur í skólanum, í samræmi við ákvarðanir hverju sinni. Nemendur í NFFG njóta forgangs við kaup á miðum. 
  • Engar vínveitingar eru leyfðar á skóladansleikjum né meðferð áfengis og annarra vímuefna. 
  • Nemendum, sem koma undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, er ekki hleypt
    inn á dansleiki skólans. Ölvun ógildir miða.
  • Starfsmenn skólans hafa samstundis samband við heimili þeirra nemenda, undir 18 ára, sem þarf að hafa afskipti af vegna áfengis eða annarra vímuefna.
  • Þurfi starfsmenn að hafa afskipti af nemanda sem er undir áhrifum á skóladansleik
    munu félags- og forvarnafulltrúi taka mál hans til meðferðar svo skjótt sem auðið
    verður. Afleiðingin getur verið viðvörun og/eða takmörkun þátttöku nemanda í félagslífi skólans.
  • Umsjón með gæslu er í höndum félagsmála- og forvarnafulltrúa.
  • Skóladansleikir eru leyfðir til kl. 01.00. Hætt er að hleypa inn kl. 23.00.
  • Sameiginlegir skóladansleikir með öðrum skólum eru ekki leyfðir.
  • Skóladansleikir utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki leyfðir.
  • Skóladansleiki má halda í Urðarbrunni með samþykki skólaráðs.
  • Skóladansleikir á vegum NFFG eru tóbaks- og veiplausir.



Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 5.01.2022