Umgengnisreglur fyrir forystufólk félagslífs í FG
- Ganga skal snyrtilega og vel um húsnæðið. Forystumenn félagslífs eiga að vera öðrum nemendum fyrirmynd.
- Nemendum, sem fengið hafa lykla að húsinu, er óheimilt að lána þá öðrum.
- Þjófavarnakerfi hússins fer í gang á mismunandi tímum á ákveðnum svæðum í húsinu. Forystumenn félagslífs kynni sér málið vel.
- Heimilt er að hengja upp auglýsingar á auglýsingatöflur í skólanum svo og á veggi á 1. hæð þó ekki í matsal nemenda. Á öðrum stöðum er óheimilt að hengja upp auglýsingar.
- Tilkynna skal húsverði um starfsemi á kvöldin og um helgar.
- Skrifstofa skólans veitir aðstoð þegar um viðamikla fjölföldun er að ræða.
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 5.01. 2022.