
Öllum nemendum og starfsfólki í FG stendur til boða afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma).
Notandi hefur fundið notendanafn sitt á INNU og útbúið lykilorð.
1. Farðu inná www.fg.is og smellið á Vefpóstur og skráið ykkur inn.
Ath. þið þurfið að auðkenna ykkur með síma ef þið eruð utan skólanets NÁNAR

2. Smellið á sex litla kassa í vinstra horni.

3. Smella á Office 365

4. Smella á Install Office og velja Office 365 apps.

5. Fylgið leiðbeiningum sem birtast á skjá.