Hvernig tölvu á ég að koma með í skólann?

Við notum Microsoft Office 365 kerfi  í FG.

Ef þú átt tölvu sem fer í gang og getur nettengst, komdu með hana.

Chromebooks virka ekki vel með officepakkanum svo við mælum ekki með þeim.

Þú getur keypt þér hvaða tölvu sem er, en við mælum með eftirfarandi ef þú kaupir nýja vél:

  • Windows tölva
    • Að minnsta kosti 16 GB RAM vinnsluminni.
    • Gott geymslupláss á hörðum diski.
    • Þráðlaust netkort.
  • Apple/Mac tölva
    • Að minnsta kosti 8GB (16 betra) RAM vinnsluminni.
    • Gott geymslupláss á hörðum diski.
    • Þráðlaust netkort.