Námsráðgjafar

Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ starfa tveir náms- og starfsráðgjafar í fullu starfi. Þeir hafa aðsetur á A-gangi skólans. Hægt er að panta tíma hjá þeim með tölvupósti eða með því að koma við á skrifstofum þeirra. Hlutverk þeirra er að veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi þeirra, náms- og starfsvali og persónulegum málum.
Náms- og starfsráðgjafar standa vörð um velferð nemenda og eru málsvarar þeirra og trúnaðarmenn og bundnir þagnarskyldu. Þeir þurfa þó að rjúfa trúnað ef velferð nemanda er stefnt í hættu.

Nemendur, forráðamenn, stjórnendur og kennarar geta leitað til námsráðgjafa vegna ýmissa mála.

Allir nemendur eru velkomnir til námsráðgjafa hvert sem erindið er.

Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi, dagny@fg.is    
Viðtalstímar: alla virka daga frá kl. 09.00 - 15.00
Einnig er hægt að panta tíma á netfanginu dagny@fg.is

Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi audur@fg.is 
Viðtalstímar alla virka daga frá kl. 09.00 -15.00.
Einnig er hægt að panta tíma á netfanginu audur@fg.is