Nokkrar leiðir eru mögulegar ef nemandi vill tilkynna einelti eða hvers kyns ofbeldi:
- Ræða við náms- og starfsráðgjafa, forvarnarfulltrúa eða hjúkrunarfræðing skólans
- Ræða við skólameistara, aðstoðarskólameistara eða áfangastjóra
- Ræða við umsjónarkennara
- Senda tölvupóst fg@fg.is
Það er skýr stefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ að einelti og ofbeldi verði ekki liðið í skólanum.
Ýmsir aðilar veita líka faglega aðstoð allt eftir eðli máls og upplýsingar er að finna á heimasíðu 112 ( https://www.112.is/urraedi )