Ástandið í heiminum er ekki allsstaðar gott
Nemendur í áfanganum Féla3hþ05 hjá Guðmundi S. Gíslasyni settu fyrir skömmu upp veggspjöld í skólanum með ákveðnum skilaboðum, sem tengjast innihaldi áfangans.
Þar er meðal annars fjallað um þróunarlönd og samskipti þeirra og alþjóðlegra stórfyrirtækja. Nokkuð sem leitt hefur til mikillar umræðu í gegnum tíðina.
Á myndinni sem fylgir eru nokkur veggspjaldasýnishorn frá nemendum, sem til dæmis koma inn á slæmar vinnuaðstæður í þessum ríkjum, auðlindanýtingu í þróunarlöndum og fleira.