John Paul Jones, fyrrum bassaleikari Led Zeppelin og fyrrum FG-ingurinn Elías Helgi Kofoed Hansen vinna nú saman að gerð kvikmyndar.
Í Fréttablaðinu þann 15.1 var sagt frá nýrri kvikmynd sem fyrrum FG-ingurinn Elías Helgi Kofoed-Hansen er að gera. Ber hún heitið And Anne og gerist hér á landi. Og það er enginn viðvaningur sem mun semja tónlistina í myndinni, en það er enginn annar en John Paul Jones, bassaleikari einnar mestu rokksveitar allra tíma, Led Zeppelin.
Í frétt FRBL segir orðrétt: ,,Ég bara trúði því ekki að þetta væri hann. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá nafnið var bara hvað það væri óheppilegt fyrir tónlistarmann að heita John Paul Jones! Nei, nei, nei! Svo fattaði ég bara að þetta er hann,“ segir Elías Helgi Kofoed Hansen, handritshöfundur kvikmyndarinnar And Anne, um fyrstu viðbrögð sín við því að John Paul Jones ætli að semja tónlistina fyrir myndina.Jones, sem vitaskuld er þekktastur sem bassaleikari hinnar goðsagnakenndu rokkhljómsveitar Led Zeppelin, semur tónlistina með hljómsveitinni Snoweye, sem hann stofnaði árið 2017.“ Snoweye er norsk sveit sem samanstendur af tveimur stúlkum; Elle Márjá Eira, Lucy Parnell og John Paul Jones.
Ja hérna! Þetta er verulega spennandi og sýnir að FG-ingum eru allir vegir færir.