FG er grænn og umhverfisvænn skóli
FG er grænn og (umhverfis)vænn skóli. Undanfarin misseri hefur farið fram mikil vinna í skólanum sem miðar að því að ná þeim markmiðum sem sett eru til þess að skólar geti orðið ,,grænir“ (sjá mynd). Svokölluð ,,græn skref“ og þeim náði FG fyrr á þessu ári.
Unnið hefur verið að endurbættri Umhverfisstefnu og Samgöngustefnu og sett fram sérstök Loftlagsstefna, sem og aðgerðaráætlun fyrir Loftlagsstefnuna.
Þung vísindaleg rök hníga að því að ýmislegt í hegðun mannsins hafi áhrif á umhverfi hans og þar með talið loftslagsmál. Til dæmis var einu sinni til jökull á Vestfjörðum sem hét OK, en hann er þar ekki lengur, ekki sem jökull að minnsta kosti.
FG hefur t.d. sett inn sérstaka Umhverfisviku inn í námsáætlanir nemenda, til þess að vekja athygli á mikilvægi þessa málaflokks og kennarar hafa tengt efnið við kennsluna.
Nú um miðjan september, í Umhverfisvikunni, munu útskriftarnemendur gróðursetja trjáplöntur í ræktunarreit sem skólinn hefur fengið úthlutað hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar í Smalaholti.