Hluti verka Stefáns Jónssonar, sem eru nú til sýnis á Listasafni Íslands
Stefán Jónsson, einn af snjöllu myndlistarkennurum FG, tekur um þessar mundir þátt í og er með verk á sýningu sem ber heitið Sviðsett augnablik. Sýningin stendur til 8.maí næstkomandi í Listasafni Íslands.
Verkin sem Stefán sýnir eru innblásin af verkum Jóhannesar Kjarval, sem er einn af frægustu listmálurum Íslands.
Kjarval lést árið 1972, en hann var einu sinni á tvö þúsund króna peningaseðli, sem þótti afar fallegur, en var hins vegar tekinn úr umferð árið 2015, þar sem upphæð seðilsins þótti ekki eftirsóknarverð.