Starfsmenn FG unnu golfmót

Petrún Björg Jónsdóttir sló í gegn
Petrún Björg Jónsdóttir sló í gegn

 

Golfíþróttin nýtur sívaxandi vinsælda og innan FG hafa verið, og eru, frábærir golfarar, bæði meðal starfsmanna og nemenda. Gunnlaugur Árni Sveinsson, nemi í FG, varð t.d. fyrr á þessu ári Íslandsmeistari í höggleik.

En starfsmenn FG gerðu það gott á golfmóti starfsmanna framhaldsskólanna sem haldið var fyrir skömmu á Keilisvelli í Hafnarfirði.

Í stuttu máli kom FG, sá og sigraði. Í sigurliði FG (spiluðu best) voru þau; Petrún Björg Jónsdóttir, Anna Sigríður Brynjarsdóttir og Stefán Jónsson. Þetta var í annað sinn sem FG vinnur þessa keppni.

Fleiri starfsmenn frá FG  kepptu fyrir skólann;  Hilmar Sigurjónsson, Guðmundur S. Gíslason, Snjólaug Bjarnadóttir og Kristinn Þorsteinsson. 

Petrún gerði sér síðan lítið fyrir og vann bæði höggleikinn og punktakeppni kvenna. Þetta kallar maður að slá í gegn!