Verðandi (eru) snillingar. Unnu enn eina spunakeppnina.
Enn ein rósin bættist í hnappagat Leikfélagsins Verðandi, þegar þetta frábæra leikfélag kom sá og sigraði í spunakeppni í leiklist, sem haldin var í Tjarnarbíói í Reykjavík í nóvember.
Í spunakeppni felst að leikarar og leikhópar búa til leikrit á staðnum og er því ekki æft fyrirfram.
En fyrir keppnina var einungis búið að æfa spuna almennt með spunaþjálfara og fara yfir reglur keppninnar.
Viðburðurinn var hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Verðandi vinnur þessa keppni, félagið vann árin 2019, 2020, 2021 og 2022. Og núna! Geri aðrir betur!
Spuna okkar fólks má finna á: 33:20, 49:55, 1:42:35 og 1:57:25 í þessu myndbandi.