Nemendur ræða við frambjóðendur
Nemendum í FG gafst kostur á því að hitta frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í kosningunum þann 30.nóvember í Urðarbrunni og spyrja þá, já, næstum spjörunum úr.
Þetta fór fram fimmtudaginn 20.11 síðastliðinn og var góð þátttaka, bæði meðal flokka og sér í lagi nemanda, sem nánast fylltu Urðarbrunn. Komu meira að segja sumir flokkar með nammi og voru flestir með blöðrur og fleira dót.
Þetta var hluti af lýðræðisviku skólans, en þar ræddu meðal annars bæði skólameistarinn og aðstóðarskólameistarinn um lýðræði og mikilvægi þess við nemendur.
Fleiri myndir og myndbönd eru á fésbókarsíðu skólans.