Skuggakosningar á fimmtudaginn

Vegna alþingiskosninganna, sem fara fram þann 30,nóvember næstkomandi, fara fram svokallaðar ,,skuggakosningar" í skólanum á fimmtudaginn.

Að taka þátt í kosningum eru mannréttindi og hvetjum við alla sem mega og geta að taka þátt og efla þannig lýðræðið.

En líka að kjósa í skuggakosningunum, það er skemmtilegt.

Í fjölmiðlum um þessar mundir er svo hægt að taka allskonar skemmtileg kosningapróf, til að ,,máta sig" við flokkana sem í boði eru.

Alls eru tíu flokkar sem bjóða fram á landinu öllu og eru það tveimur flokkum fleiri en nú eiga fulltrúa á Alþingi, þar sem sitja 63 fulltrúar/þingmenn.

Nánari upplýsingar eru hér