Skuggakosning fór fram í FG 21.nóvember
Fimmtudaginn 21.nóvember síðastliðinn fór fram svokölluð skuggakosning vegna alþingiskosninganna sem fram fara 30.nóvember næstkomandi. Í skuggakosningum máttu allir nemar FG kjósa og voru um 690 á kjörksrá.
Þegar ritari FG.is leit við síðdegis var að koma að lokun kjörstaðar og þá höfðu um 50% nemenda kosið og hafði kosningin farið vel og friðsamlega fram. Eins og það á að vera í þróuðu lýðræðisríki.
Niðurstöður verða svo birtar eftir að úrslit alvöru kosninganna hafa verið gerð opinber.