Skruppu á Austurvöll - kynntu sér þingið

Nemendur í stjórnmálafræði með Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Viðreisn í heimsókn á Alþingi. Einnig g…
Nemendur í stjórnmálafræði með Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Viðreisn í heimsókn á Alþingi. Einnig glittir í kennarann, Gunnar Hólmstein, efst á myndinni.

Nemendur í stjórnmálafræði fóru í skoðunar og fræðsluferð á Alþingi Íslendinga fyrir skömmu til að kynna sér starfsemi þess, en Alþingi setur Íslendingum lög og reglur.

Það var þingkona Viðreisnar, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, sem tók á móti hópnum ásamt framkvæmdastýru þingflokksins, sem er Stefanía Sigurðardóttir.

Viðreisn er einn af átta flokkum Alþingis og er í stjórnarandstöðu. Alls sitja 63 fulltrúar á Alþingi Íslendinga, en á næsta ári á að kjósa til þings og því er svokallaður ,,kosningavetur" genginn i garð.

Þorbjörg og Stefanía leiddu hópinn um svæðið og fræddu nemendur um ,,gangverkið" í þinginu, sem er margslungið. Tókst heimsóknin vel og var hópurinn FG til mikils sóma.