Skólaþing - kaka og Rakel Inga

Skólaþing fór fram í FG 3.desember. Eftir það fengu allir köku og Rakel Inga tók lagið.
Skólaþing fór fram í FG 3.desember. Eftir það fengu allir köku og Rakel Inga tók lagið.

Það var líf og fjör í FG þriðjudaginn 3.desember síðastliðinn, en þá fór fram svokallað skólaþing. Þá setjast nemendur niður í hópum og velta fyrir sér skólastarfinu, hvað má bæta, koma með hugmyndir og fleira slíkt. Þetta er meðal annars notað við stefnumótun skólans.

Að loknu skólaþingi var svo nemendum boðið upp á afmælisköku (FG = 40 áraí ár) og þá færðist heldur betur fjör í leikinn.

Og ekki minnkaði það gleðina að Rakel Inga Ólafsdóttir, sigurvegari ,,Jarmsins 2024, sem er söngvakeppni NFFG (haldin í janúar síðastliðnum) kom og tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra.