Skólahjúkrunarfræðingur starfar í FG

Hulda Björg Óladóttir er hjúkrunarfræðingur FG.
Hulda Björg Óladóttir er hjúkrunarfræðingur FG.

Hulda Björg Óladóttir er skólahjúkrunarfræðingur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er með fasta viðveru í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli klukkan 8:00 og 12:00.

Hulda Björg er með aðsetur á A gangi á sama stað og náms- og starfsráðgjafar skólans.  Þjónustan er á formi einstaklingsmiðaðrar ráðgjafar. Áherslan er á vegvísi um heilbrigðiskerfið og verður boðið upp á fræðslu og ráðgjöf við vægum vanda, s.s. tengdum geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði.

Þjónustan er viðbót við þá stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólunum og er nemendum og skólunum að kostnaðarlausu.

Tímapantanir eru í gegnum fg@heilsugaeslan.is en nemendum er að sjálfsögðu alltaf velkomið að koma við þrátt fyrir að eiga ekki bókaðan tima.