Í lokaverkefni áfangans ENSK3fa05 vinna nemendur saman að tímariti og skipta með sér verkum. Allir nemendur áfangans eru blaðamenn, en þar fyrir utan taka nemendur að sér að vera ritstjórar, prófarkalesar, hönnuðir og auglýsingastjórar.
Markmiðið með tímaritinu er að nemendur fái tækifæri til þess að spreyta sig á því að vinna sem hluti af teymi þar sem allir nemendur bera ábyrgð á því að lokaútkoman verði góð.
Tímaritin í ár eru einstaklega metnaðarfull og fjölbreytt og skína áhugasvið nemenda í gegn.
Hér fyrir neðan eru tímarit frá vorönn 2023 og miðönn 2023-2024
Blað 1
Blað 2
Blað 3