Skjátuspjall Andra og Höllu

Skjátan er hlaðvarp sem Andri Dan og Halla Stella hafa haldið úti að undanförnu
Skjátan er hlaðvarp sem Andri Dan og Halla Stella hafa haldið úti að undanförnu

Í dag er staðan þannig að maður er varla maður með mönnum eða kona með konum án þess að vera með hlaðvarp (e.podcast).

Sá ,,bransi“ hefur einfaldlega sprungið út á síðustu árum og svo virðist vera sem nær óþrjótandi markaður sé fyrir fjölmiðlaefni af þessu tagi.

Og nemendur í FG láta ekki sitt eftir liggja, en ,,Skjátan“ er nafn á hlaðvarpi sem þau Halla Stella og Andri Dan hafa haldið úti um nokkurt skeið.

Gestirnir hafa ekki verið af verri endanum, í fyrsta þættinum sat Gísli Marteinn fyrir svörum og á eftir honum kom Ólafur Darri, einn vinsælasti leikari Íslands.

Í þætti þrjú mætti svo ,,yfirsveppurinn“ sjálfur, Sveppi Krull, en í þætti fjögur var ekki farið langt til að leita að viðmælanda, en þar er sjálfur Davíð Kúld kennari í FG í viðtali.

Yfirbragð þáttanna er hressilegt og afslappað og alla þættina sem hingað til hafa komið má finna á Spotify, hvar annars staðar.

Skemmtilegt.