Nemendur Sigurkarls við hraunvegginn í Búrfellsgjá
Sigurkarl jarfræðikennari er duglegur að þramma um lendur skersins með nemendur sína og um daginn skrapp hann með hóp jarðrfæðinema í Búrfellsgjá. Í tilkynningu frá Sigurkarli segir:
,,Um daginn fóru jarðfræðinemar í lauflétta gönguferð um Búrfellsgjá að Búrfellsgíg þar sem mikil hraun hafa runnið fyrir um 7000 árum og skilið eftir sig mörg hraun eins og Gálgahraun, Garðahraun, Molduhraun og Vífilsstaðahraun.
Hrauntröðin sem hraunrennslið fór um er ein sýnilegasta og vinsælasta gönguleið landsins. Nemendur fræddust um þennan atburð og fleira í fjölbreyttri jarðfræði landsins.“
Við þetta má kannski bæta að hraunmyndirnar í Búrfellsgjá er geysilega fallegar og er leitun að öðru eins í nágrenni Garðabæjar, sannkölluð náttúruperla. Útivist er líka holl.