Moli af "nýja Íslandi" í eigu Sigurkarls Magnússonar, raungreinakennara í FG.
Sigurkarl Magnússon, raungreina og jarðfræðikennari FG, er einn af þeim fjölmörgu sem farið hafa og skoðað eldosið sem hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi þann 19.mars síðastliðinn. Um 800 ár eru frá því að síðast gaus á svæðinu og er því gosið sögulegt.
Fátt hefur verið í öðrum fréttum síðan gosið hófst og hafa sumir lent í hremmingum, enda um nokkurra klukkustunda göngu að ræða í úfnu hrauni.
Að sjálfsögðu tók Sigurkarl með sér sýnishorn af "nýja Íslandi" eins og myndirnar sýna. Hann sýndi okkur samkennurum molann á kennarastofunni og mun hann að öllum líkindum nota hann í kennslunni.