Sigga Ózk í Söngvakeppninni

Sigga Ózk, fyrrum nemandi FG, keppir nú um að komast í Eurovision
Sigga Ózk, fyrrum nemandi FG, keppir nú um að komast í Eurovision

Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, er fyrrum nemandi og stúdent frá FG og notar listamannsnafnið Sigga Ózk. Hún er nú einn af þátttakendum í Söngvakeppni RÚV, þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið.

Kynningarefni um Siggu og lag hennar var birt á www.ruv.is fyrir skömmu, en lag Siggu heitir ,,Gleyma þér og dansa“ og er eftir fjóra erlenda höfunda. Hún var einnig í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu fyrir skömmu.

Sigga tók virkan þátt í félagslífinu í FG og söng þar, dansaði og lék leiklist af mikilli kúnst. Hún segist elska að koma fram og hafa góð áhrif á fólk. Tónlistin er með djúpar rætur í fjölskyldu Siggu, en faðir hennar, Hrafnkell Pálmarson, kemur úr einni mestu ballhljómsveit landsins, ,,Í svörtum fötum“ og leikur þar á gítar.

Við óskum Siggu að sjálfsögðu góðs gengis í Söngvakeppninni og hér má sjá kynningarmyndbandið með henni.