Sesselja Ósk sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna

Sesselja Ósk vann Söngkeppni framhaldskólanna þann 1.apríl
Sesselja Ósk vann Söngkeppni framhaldskólanna þann 1.apríl

Sesselja Ósk Stefánsdóttir, nemi í FG, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem fram fór laugardaginn 1.apríl síðastliðinn í Hinu húsinu.

Söng hún lagið Turn Me On eftir bandarísku söngkonuna Noruh Jones. Alls voru 24 skólar sem tóku þátt.

Notuð var símakosning til að velja sigurvegarann, en hún gilti helming á móti dómnefnd.

Í öðru sæti varð Erla Hlín Guðmundsdóttir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og í þriðja sæti lenti Viktoría Tómasdóttir frá Menntaskólanum í tónlist. 

Hjartanlega til hamingju Sesselja, en hér í þessari frétt á visir.is má sjá sigurlagið og keppnina í heild sinni.