FG er komið á fulla fart í rafíþróttum (merkið hannaði Stefán Guðjohnsen).
Það hefur verið mikið fjör hjá hópi nemenda úr FG sem undanfarið hafa verið að keppa í rafíþróttum í fyrsta sinn í sögu skólans.
Keppnin heitir ,,Framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum“ (FRÍS) og keppt er í þremur tegundum leikja; Counter Strike Go, Rocket League og Valorant.
Svo vel hefur gengið hjá hópnum frá FG, sem í eru 22 keppendur, að FG er komið í sjónvarpskeppnina í einum leikjanna, Valorant.
Lið FG lenti í öðru sæti og í byrjun mars hefst útsláttarkeppnin, en hún fer fram á Stöð2 eSport.
Það er Davíð Kúld, viðskiptafræðikennari, sem séð hefur um þetta. Áfram FG!