Kosningar fóru fram í FG í embætti og trúnaðarstörf hjá NFFG í síðustu viku. Hér eru þeir sem komust í aðalstjórn:
Forseti NFFG var valinn Guðrún Fjóla Ólafsdóttir og varaforseti verður Ingibert Snær Erlingsson. Fjármálastjóri verður Laufey Rán Svavarsdóttir og markaðsstjóri Trausti Jóhannsson.
Skemmtanastjóri skólans verður Petra Rós Jóhannsdóttir og formaður Málfundarfélagsins verður Aron Unnarsson. Þá verður Úlfhildur Arna Unnarsdóttir formaður íþróttanefndar.
Óskum þessum aðilum til hamingju með kosninguna og farsældar í starfi, enda félagslífið gríðarlega mikilvægt.