Upphaf skólastarfs á haustönn 2022 er kóvidlaust og eðlilegt
Haustönn 2022 er hafin af fullum krafti í FG og nú er ekkert kóvidvesen eða álíka leiðindi til að pirra fólk. Skólaupphafið er því fullkomlega eðlilegt og nýnemar hafa hrúgast í skólann. Þeir eldri líka.
Glöggir nemendur hafa sjálfsagt tekið eftir breytingum, en í sumar voru iðnaðarmenn á ferð um FG og voru að lappa upp á ýmislegt eins og sagt er. Komin er ný gangstétt fyrir framan skólann, en sú gamla var orðin heldur lúin. Gott aðgengi er mikilvægt.
Anddyri skólans hefur einnig tekið breytingum, skápar hafa verið fluttir og nýtt rými til samveru verið skapað.
Þá er félagslíf skólans væntanlega að fara á fullt og heyrst hefur af nýnemaballi í lok ágúst. Það er alltaf mikið stuð, enda eiga menntaskólaárin að vera stuð, þannig er það bara.