Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu í ferð á Þingvelli og Njáluslóðir.
Mánudaginn 18. september síðastliðinn fóru nokkrir hressir nemendur FG í dagsferð í dásemdarveðri á Njáluslóðir með Ingibjörgu íslenskukennara.
Farið var að Þingvöllum og gengið niður Almannagjá þar sem nemendur gátu séð fyrir þinghald á tímum Njálu.
Síðan var haldið að Hlíðarenda í Fljótshlíð og m.a. fleyg orð Gunnars rifjuð upp: ,,Fögur er hlíðin…og mun ég fara hvergi.”
Að lokum gæddu nemendur sér á ljúffengu nesti áður en haldið var heim á leið, allir saddir og sælir.