Dagmar Íris, Steinn Jónsson frá Pieta-samtökunum, Kjartan Leifur og Kristófer Breki.
NFFG hélt fyrir skömmu styrktarbingó í Urðarbrunni, þar sem söfnuðust um 150.000 kónur, sem runnu óskiptar til Pieta-samtakanna. Þau stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum. NFFG hefur áður látið gott af sér leiða með svipuðum hætti.
Félagslíf nemenda hefur verið með nokkrum ágætum undanfarið, þrátt fyrir kóvid. Hélt NFFG til að mynda ágætlega lukkað keilukvöld fyrr í mánuðinum, þar sem um 50 manns tóku þátt.
Kennslu fyrir jól lauk í FG þann 15.desember, en námsmatsdagar eru þann 16. og 17.desember. Kennsla hefst svo aftur mánudaginn 3.janúar samkvæmt stundaskrá.
Gleðilega hátíð og gleðilegt nýtt ár!