Nemendur sáu Gulleyjuna

Gulleyjan var sýnd nemendum 12.mars við góðar undirtektir.
Gulleyjan var sýnd nemendum 12.mars við góðar undirtektir.

Leikfélagið Verðandi hélt nemendasýningu þann 12.mars síðastliðinn á leikritinu Gulleyjan, sem unnið hefur verið að hörðum höndum undanfarnar vikur.

Óhætt er að segja að um virkilega fjöruga og litríka sýningu sé að ræða, með hráum sjóræningjahúmor og öllu sem honum fylgir.

Frumsýning fyrir almenning verður þann 15.mars kl. 19.00 og daginn eftir, 16.mars, verður sérstök góðgerðarsýning kl. 13.00.

Miða má nálgast á www.tix.is