Svipmyndir frá Cordoba-ferð FG-inganna, Halldórs, Tómasar, Söru og Ísalindar.
Fyrir skömmu fór lítill hópur nemenda frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ til borgarinnar Cordoba á Spáni í alþjóðlegt samstarfsverkefni á vegum Erasmus. Í þessu verkefni eru nemendur frá Grikklandi, Króatíu, Ítalíu, Portúgal og Spáni að vinna saman í frumkvöðlaverkefnum. Nemendurnir frá FG gistu hjá spænskum fjölskyldum og fengu að upplifa það að vera hluti af spænskri fjölskyldu í heila viku.
Í þessari ferð fengu nemendur að kynnast borginni Cordoba og því sem borgin hefur upp á að bjóða, sem er allt frá ólívurækt til súkkulaðis. Í henni búa um 320.000 manns og að lokinni kynningu byrjuðu nemendur að vinna saman með því markmiði að skapa atvinnu- og fjárhagsleg tækifæri fyrir borgina.
Margar flottar hugmyndir sem litu dagsins ljós, tveir nemendur frá FG áttu t.d. þá hugmynd að nýta þann afgang sem verður til vegna ólívuolíu í lífræna málningu sem hægt væri að nýta á marga vegu.
Önnur hugmynd frá okkar nemendum var að nýta þá auðlind sem sólin er og setja upp sólarplötur á ólívuekrurnar, til að framleiða rafmagn sem yrði notuð í framleiðsluferlinu.
Almennt gekk ferðin vel og voru nemendur skólanum til sóma, en þau sem fóru eru: Tómas Freyr Jónsson, Ísalind Örk Ingólfsdóttir, Halldór Snær Lárusson og Sara Rós Lin Stefnisdóttir.