Mikið slegið á afmælis-badmintonmóti FG

Svipmyndir frá afmælis-badmintonmóti FG.
Svipmyndir frá afmælis-badmintonmóti FG.

Afmælis-badmintonmót var haldið í Mýrinni, íþróttahúsinu við FG, vegna 40 ára afmælis skólans og fór það fram laugardaginn 7.desember síðastliðinn.

Öllum var boðið, bæði fyrrverandi og núverandi nemendum. Vel var mætt og það var vaskur hópur sem sló og sló í nokkra klukkutíma þennan laugardaginn.

Það var íþróttakennarinn og badmintonkonan Irena Óskarsdóttir, sem skipulagði mótið og bar hitann og þungann af þessu. Einnig mætti önnur badmintonkempa, en að þessu sinni bara sem áhorfandi, en það var sjálfur skólameistarinn, Kristinn Þorsteinsson.

Keppt var til verðlauna í tvíliðaleik karla og það fór svona: Í öðru sæti urðu Kristján Jökull Marinósson og Guðmundur Rögnvaldsson, en það voru þeir Veigar Örn Þórarinsson og Leó Steinn Larsen sem urðu í fyrsta sæti.

Annars var jú markmiðið bara að hittast og hafa gaman - saman.

Þessir börðust í tvíliðaleiknum og Irena veitti verðlaun.

Kátir badmintonkappar.