Innritun nýnema í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir skólaárið 2020-2021 er nú lokið. Skólanum bárust afar margar umsóknir eða um 630 talsins.
Samtals voru um 200 nemendur innritaðir á átta brautir skólans og það var erfitt að þurfa að hafna góðum nemendum en við óskum þeim velfarnaðar. Við afgreiðslu umsókna var horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut.
Við bjóðum alla nýnema innilega velkomna í FG og við hlökkum til að sjá ykkur í haust.