Manneskja X - nemendasýningar í leiklist

Manneskja X - nemendasýningar í leiklist
Manneskja X - nemendasýningar í leiklist

Um helgina hefjast sýningar á lokaverkefnum nemenda á leiklistarbraut FG. Sýningarnar fara fram í skólanum og eru afurð síðasta áfanga á leiklistarbraut þar sem lögð er höfuðáhersla á sjálfstæða sköpunarvinnu nemenda. Verkin eru æfð og þróuð í samráði við kennara. Sviðsverkin eru gríðarlega ólík enda er vegferð hvers nemanda í eðli sínu mismunandi í áfanganum og náminu í heild. Nemendur sjálfir skrifa verkin, leika í þeim og leikstýra. Aðgangur er ókeypis. Kennari: Vigdís Gunnarsdóttir. (Tímar: Smella á Meira) 
Hópur 2 sýnir sviðsverkin sín föstudaginn 5. apríl og sunnudaginn 7. apríl kl. 18.00 og 20.00 
Hópur 1 sýnir sviðsverkin sín laugardaginn 6. apríl og mánudaginn 8 apríl kl kl. 18.00 og 20.00

Til að tryggja sér miða þarf að senda póst á netfangið vigdisg@fg.is og taka fram hvaða sýningu viðkomandi vill mæta á.