Málstofa um blaðamennsku, falsfréttir og fleira

Erla, Sunna, Guðrún og Bogi  á málstofunni, sem og nemendur.
Erla, Sunna, Guðrún og Bogi á málstofunni, sem og nemendur.

Nemendur í blaðamennsku (Fjöl3BL05) héldu í lok janúar málstofu um blaðamennsku, lýðræði, falsfréttir og fleira slíkt.

Í pallborðinu voru aðilar sem samanlagt eru með um 100 ára reynslu af blaðamennsku, en þetta voru þau Erla Hlynsdóttir, veffréttastjóri hjá Heimildinni, Sunna Sæmundsdóttir, varafréttastjóri Stöðvar 2, Vísis.is og Bylgjunnar, Guðrún Hálfdánardóttir, fyrrum vefritstjóri á MBL.is og nú á RÚV og Bogi Ágústsson, einn helsti fréttaþulur landsins, en hann er einnig á RÚV, les fréttir og fjallar mikið um erlend málefni.

Farið var víða og eftir framsögu þátttakenda og kynningu var opnað fyrir spurningar nemenda og þær voru bæði margar og góðar. Tókst málstofan vel og kannski voru helstu skilaboðin sem komu frá henni meðal annars þau að sannreyna fréttir, trúa ekki öllu sem maður sér og eða heyrir og kyngja ekki hlutunum gagnrýnislaust.

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig glíma á við falsfréttir.