Lýðræðisvika í FG - kosningar nálgast

Ungir kjósendur að kjósa í Bandaríkjunum, en í janúar tekur sigurvegari þeirra, Donald Trump, við vö…
Ungir kjósendur að kjósa í Bandaríkjunum, en í janúar tekur sigurvegari þeirra, Donald Trump, við völdum og verður forseti fram til kosninganna í nóvember árið 2028 (mynd:Shutterstock). Nýtt Alþingi verður kosið á Íslandi 30.nóvember.

Laugardaginn 30. nóvember verða alþingiskosningar á Íslandi. Þá kjósum við þá sem munu stjórna landinu næstu fjögur árin, alls 63 fulltrúa sem sitja á þinginu við Austurvöll.

Vikan 18.-21. nóvember er lýðræðisvika í FG. Í henni veltum við fyrir okkur mikilvægi þess að kjósa og hversu mikilvægt það er að taka þátt í lýðræðisferlinu.

Miðvikudaginn 20. nóvember munu fulltrúar stjórnmálaflokkana heimsækja skólann. Boðið verður upp á svokallað ,,skyndistefnumót“ við flokkana í Urðarbrunni milli 10:30 og 11:20.Umsjónartíminn mun falla niður þennan dag.

Skyndistefnumótið fer þannig fram að fulltrúar flokkanna sitja við borð sem dreifast um salinn. Nemendur geta sest hjá þeim sem þeir vilja spjalla við og spyrja þá um það sem flokkarnir hafa fram að færa, sem og annað.

Hér er því frábært tækifæri til að tala beint við stjórnmálamennina sem sumir munu stjórna landinu, kynna sér áherslur þeirra og koma athugasemdum sínum á framfæri. Á fimm mínútna fresti verður flautað í flautu og þá verða nemendur að velja annan flokk til að spjalla við.

Fimmtudaginn 21. nóvember fara fram skuggakosningar í skólanum, en nánar verður sagt frá þeim síðar.