Jónas Orri og lögreglukonan Dagný fræddu nemendur um störf Lögreglunnar.
Nemendur í afbrotafræði hjá Gunnari Hólmsteini fengu góða heimsókn fimmtudaginn 11.apríl þegar tveir fulltrúar Lögreglunnar komu og sögðu frá störfum sínum.
Um var að ræða Jónas Orra Jónasson, frá Upplýsinga og áætlanadeildinni, en hún fæst við söfnun gagna og úrvinnslu þeirra, meðal annars í afbrotamálum. Gefur Lögreglan mikið út af vönduðum gögnum sem koma frá þessari deild.
Þá var einnig með í för lögreglukonan Dagný, sem byrjaði á að sýna allar þær græjur sem lögreglumenn þurfa að bera á sér, handjárn, piparsprey og allt hvaðeina.
Þessi tækjasýning með öllu, tók um þð bil 15-20 mínútur og vakti mikla lukku.
Er óhætt að segja að nemendur hafi með þessari heimsókn fengið ágætis innsýn inn í störf lögreglunnar og umfang þeirra, en verkefni lögreglunnar á hverju ári nema tugum þúsunda.