Það var stuð í hraunferðinni með Sigurkarli
Sigurkarl Magnússon fór með jarðfræðinemendur í gönguferð upp í Búrfellsgíg þann 30.apríl síðastliðinn. Markmiðið var að skoða þetta jarðfræðifyrirbæri, sem og önnur á leiðinni.
Þarna gaus fyrir um sjö þúsund árum og skildi gosið eftir sig mikla hrauntröð og fjöldann allan af hraunum, til dæmir Garðahraun, Gálgahraun, Molduhraun og Vífilsstaðahraun. Eldgígurinn er dæmigerður gjall og klepragígur sem er algengasta gerð gíga á Íslandi.
Gengið var eftir Búrfellsgjánni í blíðunni og nemendur kynntust ýmsum jarðfræðifyrirbærum eins og misgengjum, sprungum og hrauntröðum.
Ísland hefur nánast allt upp á að bjóða í þessum efnum, eins og við höfum orðið vör við á undanförnum misserum, til dæmis ekki svo langt frá FG.