Kosningabarátta í FG
Mikið er um að vera í FG þessa dagana, enda kosningabarátta á fullu og bæði piltar og stúlkur að bjóða sig fram í hin ýmsu embætti í skólanum; hjá NFFG (Nemendafélaginu), í helstu stjórnir og nefndir, sem og í stjórn leikfélagsins Verðandi.
Þeir sem eru í framboði eru aðilarnir sem t.d. bera ábyrgð á og skipuleggja félagslíf skólans. Opnað verður fyrir rafrænar kosningar miðvikudaginn 5.maí og standa þær yfir í tvo daga, til kl. 13.00 á föstudaginn.
Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér kosningarétt sinn, því þetta er skólalýðræði í sinni fegurstu mynd.