Baldur Jökull og Árni eru komnir í úrslitakeppni í líffræði og gætu endað í Dubai.
Í lok janúar fór fram landskeppni í líffræði þar sem rúmlega þrjátíu nemendur skólans tóku þátt, en alls voru um 200 nemendur úr níu framhaldsskólum með í keppninni.
Tveir nemendur úr FG urðu í hópi 20 stigahæstu keppenda og komast þeir áfram í úrslitakeppni sem haldin verður í Háskóla Íslands á næstunni. Þetta eru þeir Baldur Jökull Ásmundsson og Árni Kjærnested Jónsson og er þetta í fyrsta sinn í sögu skólans sem nemndur frá honum komast áfram í þessari keppni.
Í úrslitunum lenda fjórir efstu í landsliði Íslands, sem síðan mun keppa fyrir Íslands hönd í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði sem fram fer í Dubai í sumar.
Við óskum Árna og Baldri innilega til hamingju með þennan flotta árangur og óskum þeim velfarnaðar í úrslitakeppninni.