Rakel Inga Ólafsdóttir vann Jarmið 2024, Klara Blöndal varð í öðru sæti og þriðja sæti hlaut Ásdís Birta Birgisdóttir.
Söngkeppnin Jarmið fór fram fimmtudaginn 10.janúar og var frábær skemmtun. Jarmið er í raun undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldskólanna, sem í ár fer fram í 34.sinn.
Það var Rakel Inga Ólafsdóttir sem sigraði, en í öðru sæti varð Klara Blöndal og í þriðja sæti lenti Ásdís Birta Birgisdóttir. Rakel söng lagið ,,Wicked Game" með bandaríska söngvaranum Chris Isaak.
Sigurvegarinn í fyrra er einmitt úr FG, Sesselja Ósk Stefánsdóttir, en hún vann þá með laginu Turn Me On, sem Norah Jones samdi.