Hraðskákmót þann 13.desember 2019. Myndir: Hjalti Steinn Jóhannsson
Föstudaginn 13(!) desember síðastliðinn tóku nokkrir nemendur sig til í anddyri skólans og skelltu í hraðskákmót á meðan dagsbirtu naut. Eins og sjá má á neðri myndinni var allt "í beinni" á samfélagsmiðlum. Hart var tekist á og mannfallið mikið!
Talið er að sögu skákarinnar megi rekja að minnsta kosti 1500 ár aftur í tímann, til Indlands, og þess svæðis sem einu sinni kallaðist Persía. Þess má einnig geta Íslendingar eiga óvenju marga stórmeistara í skák, miðað við hina margfrægu höfðatölu. Gott ef við áttum ekki, eða eigum heimsmet í þessu. Hvernig væri nú að skella í Skákfélag FG?